Berlínur Berlínur Menu
  • HEIM
  • UM OKKUR
  • FERÐIR
  • GAGNLEGT
  • BLOGG
  • HAFA SAMBAND
  • HEIM
  • UM OKKUR
  • FERÐIR
  • GAGNLEGT
  • BLOGG
  • HAFA SAMBAND

Thai-park im Preußenpark

07.08.2016 Eftir Berlinur Almennt, Mannlíf, Matur Engar athugasemdir

Á góðviðrisdögum í Berlín fyllast þeir fjölmörgu garðar sem eru um alla Berlín af fólki. Margir taka með sér teppi og nesti og hanga síðan í garðinum góðan hluta af degi.

 

Ef maður hins vegar nennir ekki að pakka ofan í picnic töskuna en langar að flatmaga á teppi og borða góðan mat er til dæmis stórgóð hugmynd að fara í Preßenpark og kaupa sér virkilega góðan og sérlega ódýran tælenskan mat. Preußenpark er lítill almenningsgarður sem lætur ekki mikið yfir sér en um helgar á vorin og sumrin fyllist hann af fólki sem flest er komið í þeim tilgangi að metta maga sína af dýrindis tælenskum mat.

 

Tælenski markaðurinn er ekki formlegur matarmarkaður með opinbera opnunartíma. Hægt er að ganga að markaðnum vísum um helgar á vorin og sumrin ef veðrið er nokkurn veginn til friðs. Þegar veðrið leyfir mæta eldunarglaðir tælendingar með alls kyns tælenskan mat og selja á teppum á grasinu undir litríkum sólhlífum. Sumir eru með eldunargræjur með sér og steikja þarna undir berum himni og hjá flestum er einnig hægt að fá ískalda drykki á spottprís beint úr kæliboxinu!

 

Það er síðan hægt að prófa alls kyns rétti, kaupa smáræði hér og þar því úrvalið er mjög mikið og margbreytilegt. Það eru ekki bara núðlur, vorrúllur og kjúklingaspjót heldur er einnig hægt að kaupa margskonar tælensk sætindi og einnig ferska niðurskorna ávexti.

 

Fyrir barnafólkið er vert að benda á að þarna er leikvöllur sem hægt er að senda börnin á svona rétt á meðan foreldrarnir liggja á meltunni!

 

Berlínur mæla með:

Thai-park im Preußenpark

Fehrbellinerplatz

10707 Berlin

 

Næsta lestarstöð Fehrbellinerplatz (U3 og U7)

 

nýrri
eldri

Engar athugasemdir

skilja eftir skilaboð Cancel Reply

Netfangið þitt verður ekki birt.

Berlinur
Hér skrifa Berlínur um það sem er að gerast í Berlín hverju sinni. Hvort sem það sé heimsókn á áhugaverðan veitingastað, innlit á listsýningu eða sögutengt efni. Kannski jafnvel bara það sem er þeim efst í huga hverju sinni.
Flokkar
  • Almennt
  • Íþróttir
  • Listir
  • Mannlíf
  • Matur
  • Menning
  • Náttúra
  • Saga
  • Veitingastaðir
SÍÐUR
  • BLOGG
  • FERÐIR
  • GAGNLEGT
  • HAFA SAMBAND
  • HEIM
  • IMPRESSUM
  • UM OKKUR
FYLGIST MEÐ
  • Facebook
SÍÐUSTU FÆRSLUR
  • Computer Spiele Museum
  • Fjall Djöfulsins – Teufelsberg
  • Safnaborgin Berlín
  • Matar- og skranmarkaðir í Berlín
  • Garðahangs

© Berlinur, 2016