Berlínur Berlínur Menu
  • HEIM
  • UM OKKUR
  • FERÐIR
  • GAGNLEGT
  • BLOGG
  • HAFA SAMBAND
  • HEIM
  • UM OKKUR
  • FERÐIR
  • GAGNLEGT
  • BLOGG
  • HAFA SAMBAND

Almenningssamgöngur

08.02.2017 Eftir Berlinur Almennt Engar athugasemdir

Í fyrstu eru lestarkerfi erlendis flókin, jafnvel svo flókin að maður nennir ekki að átta sig á þeim og tekur frekar leigubíl. Enda leigubílar tiltölulega ódýrir annarsstaðar en á frónni. Í Berlín getur þetta verið snúið. Á margan hátt. Berlín er eins og við höfum marg oft nefnt mjög stór. Þannig getur það verið dýrkeypt að stökkva upp í leigubíl ef ferðinni er heitið á hinn enda borgarinnar. Og svo kynnist maður jú borginni á annan og ýtarlegri hátt ef maður ferðast eins og heimamaður – með almenningssamgöngum til að mynda.

Það má segja að hafi maður eitt sinn sett sig inn í lestarkerfi erlendis þá viti maður sirka hvernig þau virka allsstaðar. Það er aðallega tvennt sem maður þarf að hafa í huga. 1) Hvað á miðinn að kosta? og 2) Í hvaða átt er maður að fara?

Almenningssamgöngur í Berlín skiptast í 3 svæði. A er innsti hringurinn, þ.e.a.s. allt svæði innan hringlestarinnar. B svæðið er þar fyrir utan og C svæðið hefst rétt fyrir Schönefeld flugvöllinn. Miðakerfið er þannig að annað hvort kaupir maður miða á svæði AB, BC eða þá ABC. Langflestum dugar að kaupa AB miða sem kostar þegar þetta er skrifað 2,80 €. Hægt er að spyrja sig hvort maður eigi að kaupa fjögurra miða kort sem kostar 9 €, dagsmiða á 7 € eða jafnvel dagsmiða sem gildir fyrir allt að 5 manns á 19,90 €.

Þá er að útskýra kerfið. Í Berlín eru 3 tegundir af lestum. Tram er sporvagn sem gengur mestmegnis í austurborginni, hentar vel fyrir styttri ferðir. U-Bahn er neðanjarðarlest sem er þó ekkert alltaf neðanjarðar og S-Bahn er lest sem er mestmegnis ofanjarðar og dekkar stærra svæði. Þar fyrir utan eru strætóar og ferjur. Einn miði í almenningssamgöngur gildir í allar þessar samgöngur í eina átt í allt að 2 klukkustundir, þ.m.t. skiptingar. Ef maður vill vera alveg öruggur þá er auðvitað best að kaupa dagsmiða eða vikumiða, þá þarf maður ekkert að ergja sig þó að maður hafi tekið vagn í vitlausa átt eða farið út á vitlausum stað.

Og þá er aftur komið að lykilatriði: Í hvaða átt skal halda? Í Berlín líkt og í mörgum öðrum stórborgum er best að átta sig á því með því að þekkja nafn endastöðvarinnar því yfirleitt er það nafnið sem stendur framaná lestinni.
Að lokum skal nefna að hægt er að kaupa miða í almenningssamgöngur á lestarstöðvum eða við sprorið hjá S- og U-Bahn (muna að stimpla áður en farið er inn í lestina!). Miða í sporvagn og strætó kaupir maður inni í vagninum og þarf því ekki að stimpla þá. Ekki er hægt að borga með seðlum í sporvagni og takmarkað í strætó. Berlínarbúar eru allir að koma til í gestrisninni en það má þó ekki búast við þeim allra hressustu í bílstjórasætum almenningssamgagnanna.
Þá er ekkert því til fyrirstöðu að skella sér í almenningssamgöngur líkt og ekta Berlínarbúar.

Alle einsteigen bitte!

Berlínur mæla með almenningssamgöngum.

Meira efni:
Hér má lesa um BUS 100 sem fer mjög svipaða leið og útsýnisrútur (hop on hop off)

nýrri
eldri

Engar athugasemdir

skilja eftir skilaboð Cancel Reply

Netfangið þitt verður ekki birt.

Berlinur
Hér skrifa Berlínur um það sem er að gerast í Berlín hverju sinni. Hvort sem það sé heimsókn á áhugaverðan veitingastað, innlit á listsýningu eða sögutengt efni. Kannski jafnvel bara það sem er þeim efst í huga hverju sinni.
Flokkar
  • Almennt
  • Íþróttir
  • Listir
  • Mannlíf
  • Matur
  • Menning
  • Náttúra
  • Saga
  • Veitingastaðir
SÍÐUR
  • BLOGG
  • FERÐIR
  • GAGNLEGT
  • HAFA SAMBAND
  • HEIM
  • IMPRESSUM
  • UM OKKUR
FYLGIST MEÐ
  • Facebook
SÍÐUSTU FÆRSLUR
  • Computer Spiele Museum
  • Fjall Djöfulsins – Teufelsberg
  • Safnaborgin Berlín
  • Matar- og skranmarkaðir í Berlín
  • Garðahangs

© Berlinur, 2016