Út að borða – Part II

Á síðasta ári kom út fyrsti listi Berlína með völdum veitingastöðum. Þar sem úrvalið er nánast ótæmandi dugar einn listi ekki til og hér kemur því listi númer tvö. Berlínur vilja sérstaklega benda á að oft er mun ódýrara að fara að borða í hádeginu og því kjörið að fara á fínni staðina þá og njóta ljúffengra rétta á sérstaklega góðu verði.
1. Osmans Töchter er skemmtilegur nútíma tyrkneskur veitingastaður í Prenzlauer Berg. Forréttaplattinn er mjög skemmtilegur og það er mjög flott úrval tyrkneskra vína sem enginn ætti að vera feiminn að smakka.
Omans Töchter
Pappelallee 15
10437 Berlín – Prenzlauer Berg
www.osmanstoechter.de
2. Frau Mittenmang er spennandi þýsk/franskur staður norðarlega í Prenzlauer Berg. Matseðillinn er ekki umfangsmikill en breytist reglulega þar sem hann fer algerlega eftir því hvað árstíðirnar bjóða uppá. Það er líka skemmtilegt að fara í hádegismat þangað.
Frau Mittenmang
Rodenbergstraße 37
10439 Berlín – Prenzlauer Berg
www.fraumittenmang.de
3. Shiso Burger í Mitte býður upp á asíska hamborgara. Mikil áhersla er lögð á gæði kjötsins en það er unnið úr Wagyu nautgripum. Svolítið hipp staður og gaman að sitja úti á hlýjum kvöldum.
Shiso Burger
Auguststraße 29 c
10119 Berlín – Mitte
www.shisoburger.de
4. District Mot er ekta asískur staður með áherslu á Saigon götumat. Inni er um að litast eins og á asískum markaði! Þar er setið á plastkollum og í stað servétta eru klósettrúllur til að þurrka sér um munnvikin eftir matinn. Sem sé frjálsleg stemning og mjög skemmtileg. Tilvalið að fá sér kokteil eftir matinn sem eru þar stórgóðir.
District Mot
Rosenthaler Str. 62
10119 Berlín – Mitte
www.districtmot.com
5. Tres Tapas er eðal spænskur tapasstaður í Prenzlauer Berg. Þjónustan er lipur og einlæg og best er að panta nóg á borðið fyrir alla og bæta svo bara á. Ekki klikka á brauði og aioli. Svo eru frábær rauðvín í boði.
Tres Tapas
Lychener str. 30
10437 – Berlín Prenzlauer Berg
www.tres-tapas.de
6. Dr To´s er svolítið eins og asískt tapas. Maður fær lista og pantar marga litla réttir sem eru hver öðrum skemmtilegri. Þangað er best að fara í alla vega 4 manna hópi þar sem allir eru tilbúnir að deila. Þannig nær maður að smakka alls kyns bragðmikla rétti og koma pakksaddur út. Þar er mikilvægt að panta borð.
Dr To´s
Weichelstrasse 54
12045 Berlin
www.facebook.com/drtos/
7. Chén Chè Teehaus Berlin er vel falið inni bakgarði í hverfinu Mitte. Þar má finna ró og næði á þessu víetnamska tehúsi og veitingastað. Staðurinn er einstaklega fallega innréttaður og þar er mikið úrval af tei. Þar er einnig mikið úrval af ferskum og ljúffengum víetnömskum réttum.
Chén Chè Teehaus Berlin
Rosenthaler Str. 13
10119 Berlin – Mitte
www.chenche-berlin.de
8. Maharadscha er indverskur veitingastaður í hverfinu Schöneberg. Í Berlín eru fjölmargir indverskir veitingastaðir en auðvitað misgóðir. Á þessum stað getur maður verið öruggur um góðan indverskan mat.
Maharadscha
Fuggerstrasse 21
10777 Berlín
www.maharadscha2.de
9. Cocolo Ramen er gríðarvinsæll veitingastaður sem opnar kl. 18 á daginn og þá er oft komin löng röð. Það gefur þá góða vísbendingu um gæði matarins. Staðurinn sérhæfir sig í svokölluðum Ramen núðlusúpum sem eru upprunar frá Kína en hafa náð hvað mestum vinsældum í Japan. Þetta eru mjög bragð- og matarmiklar súpur sem mætti jafnvel líkja við íslenska kjötsúpu .
Cocolo Ramen
Gipstrasse 3
10119 Berlín
10. Studio Tim Raue er fyrir matgæðingana. Staðurinn er algjör Gourmet staður sem byggir á matarhefð Asíu. Ekki er einblínt á eitt asískt land í matargerðinni heldur er það besta tekið úr hverri matarmenningu fyrir sig og sett saman á skemmtilegan og frumlegan hátt. Þetta er staður í fínni kantinum og tilvalinn við fínni tilefni.
Studio Tim Raue
Rudi-Dutschke-strasse 26
10969 Berlín
https://tim-raue.com/
11. Feinberg´s er ísraelskur veitingastaður á rólegum stað í Schöneberg. Þetta er lítill staður með gott úrval ísraelskra rétta og lögð er sérstök áhersla að maturinn sé án allra aukaefna.
Feinberg´s
Fuggerstrasse 37
10777
www.feinbergs.de/
12. Filetstück er staður fyrir aðdáendur góðra steika. Í borginni eru þrír staðir undir þessu nafni. Steikur eru hér í aðalhlutverki en einnig er hægt að fá aðra góða kjöt- og fiskrétti. Grænmetisætur ættu þó ef til vill að halda sig fjarri! Staðirnir eru innréttaðir í fínni kantinum svo tilvalið að klæða sig í spariskónna áður en haldið er á þessa staði og auðvitað panta borð.
Filetstück
Uhlandstrasse 156
10719 Berlín
Sjá heimasíðu fyrir heimilisföng hinna staðana
www.filetstueck-berlin.de/cms/
13. 12 Apostel er ítalskur veitingastaður eða staðir því þeir eru tveir í borginni, annar í gamla austrinu og hinn í vestrinu. Þar státa þeir sig af að hafa kynnt Berlínarbúa fyrir steinofnspizzum. Pizzurnar eru einmitt einar þær bestu í borginni. Þar er þó að sjálfsögðu hægt að fá sér aðra ítalska rétti en Berlínur mæla sérstaklega með pizzunum. Þetta eru stórir staðir og henta því t.d. vel stórum hópum og eru líka sérlega barnvænir.
12 Apostel
Georgenstrasse 2 (undir S-bahnteinunum við Friedrichstrasse stöðina)
10117 Berlín
http://www.12-apostel.de/en/
14. Hasir er einn af fyrstu tyrknesku veitingastöðum borgarinnar og á sér rúmlega 30 ára sögu í borginni. Vinsældirnar hafa verið miklar og nú telja Hasir staðirnir alls 6 veitingahús víðs vegar um borgina. Hér er lögð sérstök áhersla á grillað kjöt á teini en auðvitað hægt að fá fjölbreyttan tyrkneskan mat serveruðan af svart og hvítklæddum þjónum. Fyrsti staðurinn sem opnaður var er í svokölluðu Tyrkjahverfi borgarinnar, Kreuzberg og mæla Berlínur sérstaklega með þeim stað til að auka enn frekar á steminguna.
Hasir
Adalbertstrasse 10
10999 Berlín
www.hasir.de
15. Sarah Wiener er veitingahús við hið fræga nútímalistasafn Hamburger Bahnhof. Því er kjörið að fara fyrst á safnið og næra andann og þar á eftir næra líkamann á þessum fína stað. Réttirnir eiga rætur í austurríska og miðjarðarhafs matargerð. Bæði er hægt að fá sér létta smárétti eða fulla máltíð eða einfaldlega kaffi og kökur.
Sarah Wiener
Invalidenstrasse 50-51
10557 Berlín
www.sarahwiener.de/en/
Engar athugasemdir