Berlínur Berlínur Menu
  • HEIM
  • UM OKKUR
  • FERÐIR
  • GAGNLEGT
  • BLOGG
  • HAFA SAMBAND
  • HEIM
  • UM OKKUR
  • FERÐIR
  • GAGNLEGT
  • BLOGG
  • HAFA SAMBAND

Computer Spiele Museum

01.02.2018 Eftir Berlinur Mannlíf, Menning

Á köldum vetrardögum eins og nú ráða ríkjum í Berlín, er góð hugmynd að skella sér á eitt af þeim fjölmörgu söfnum sem borgin hefur upp á að bjóða. Ekki eru þó allir jafn spenntir fyrir t.d. listasöfnum eða sögulegum söfnum. Þá er kjörið að benda þeim á tölvuleikjasafnið. Safnið er það fyrsta sinna tegundar í Evrópu og hefur yfir einu stærsta safni leikjahugbúnaðar í heiminum að ráða.

 

Safnið er einhvers konar yfirlitssýning um þróun tölvuleikja. Hægt er að sjá hvernig tölvuleikir hafa þróast í árana rás. Þar er sem dæmi hin sögulega Nimrod sem margir segja fyrsta tölvuleikinn sem fundinn var upp. Síðan er hægt að finna allþekktari merki í bransanum eins og Nintendo og Playstation og fjölmörg önnur.

 

Ein deild safnsins er helguð spilakössum þar sem hægt er að spila gamla leiki eins og Donkey Kong og Space Invaders. Ólíkt öðrum söfnum má svo sannarlega snerta safnmunina og taka í eins og einn leik og hér þarf enga smámynnt til að spila heldur er það einfaldlega innifalið í verðinu.

 

Með því að skoða safnið ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það eru foreldrarnir í nostalgíukasti að spila Pac-Man eða unglingarnir og krakkarnir og skoða það nýjasta í tölvuleikjabransanum.

 

Berlínur mæla með

Computerspielemuseum

Karl-Marx-Allee 93a

10243 Berlin

http://www.computerspielemuseum.de

eldri
Berlinur
Hér skrifa Berlínur um það sem er að gerast í Berlín hverju sinni. Hvort sem það sé heimsókn á áhugaverðan veitingastað, innlit á listsýningu eða sögutengt efni. Kannski jafnvel bara það sem er þeim efst í huga hverju sinni.
Flokkar
  • Almennt
  • Íþróttir
  • Listir
  • Mannlíf
  • Matur
  • Menning
  • Náttúra
  • Saga
  • Veitingastaðir
SÍÐUR
  • BLOGG
  • FERÐIR
  • GAGNLEGT
  • HAFA SAMBAND
  • HEIM
  • IMPRESSUM
  • UM OKKUR
FYLGIST MEÐ
  • Facebook
SÍÐUSTU FÆRSLUR
  • Computer Spiele Museum
  • Fjall Djöfulsins – Teufelsberg
  • Safnaborgin Berlín
  • Matar- og skranmarkaðir í Berlín
  • Garðahangs

© Berlinur, 2016