Til og frá Berlín
flýgur allt árið um kring til Berlin-Schönefeld.
flýgur frá KEF til Berlin-Tegel allt árið um kring.
(Uppfært í júní 2018.)
TIL OG FRÁ FLUGVELLI
Til þess að komast í lest þarf fyrst að taka strætó sem hér segir:
TXL JetExpressBus S+U Alexanderplatz – S+U Brandenburger Tor – S+U Hauptbahnhof – S Beusselstraße – Flughafen Tegel X9 JetExpressBus S+U Zoologischer Garten – S+U Jungfernheide – Flughafen Tegel 128 BusU Osloer Straße – U Franz-Neumann-Platz – U Kurt-Schumacher-Platz – Flughafen Tegel 109 BusS +U Zoologischer Garten – S+U Jungfernheide – U Jakob-Kaiser-Platz – Flughafen Tegel(Uppfært í júní 2018.)
Það þarf AB miða til og frá Tegel flugvelli (2,80 €). Hægt er að kaupa miða inni í flugvallarbyggingunni, fyrir utan hana við strætóstoppistöðvarnar eða í strætisvagninum sjálfum. Miðinn gildir í eina átt í tvær klukkustundir þ.m.t. skiptingar. Vinsamlegast athugið að það þarf að stimpla miðann áður en farið er inn í strætóinn.Í Berlín eru þrjár tegundir lesta
S-Bahn er yfirleitt ofanjarðar og dekkar lengri leiðir (t.d. hringinn S41-réttsælis og S42-rangsælis) U-Bahn er yfirleitt neðanjarðar og á það til að fara krókaleiðir. Tram er sporvagn og mestmegnis í austurborginni, hentar vel fyrir styttri ferðir. Strætó gengur um alla borg, þó minna í austurhlutanum.Miði á AB svæði Berlínar kostar 2,80 € (Einzellfahrschein) hvort sem um ræðir lestir, strætó eða sporvagn. Hann gildir í eina átt í tvær klukkustundir þ.m.t. skiptingar.
Ef fara á stuttar ferðir (t.d. þrjár stöðvar með S- og U-Bahn eða sex stöðvar með sporvagni og strætó) er hægt að kaupa „stuttmiða“ (Kurzstrecke) á 1,70 €. Einnig er hentugt að kaupa fjóra miða í einu á 9,00 € (4-Fahrten Karte). Dagsmiði (Tageskarte) kostar 7 € og borgar sig ef fara á fleiri en þrjár ferðir á dag. Hóp-dagsmiði (Kleingruppen Tageskarte) fyrir allt að 5 persónur kostar 19,90 €. Vikumiði (7-Tage-Karte VBB Umweltkarte) kostar 30 €. (uppfært í júní 2018) Hægt er að kaupa miðana á lestarstöðvum eða við sporið hjá S- og U-Bahn (muna að stimpla áður en farið er inn í lestina!). Miða í sporvagn og strætó kaupir maður inni í vagninum og þarf því ekki að stimpla þá. Ekki er hægt að borga með seðlum né greiðslukortum í sporvagni og takmarkað í strætó.
ÝMISLEGT
00_49_30_+ símanúmer.
Dæmi: 00 49 30 11223344.
Úr þýskum í íslenskan síma:
00 _ 354 _+ símanúmer.
Dæmi: 00 354 1122334.
Neyðarlínan 112
Aldi, Netto, Penny, Lidl.
Miðlungsdýrar matvörubúðir:
REWE, Kaisers.
Dýrar matvörubúðir:
KaDeWe, Galeria Kaufhof og aðrar sérvöruverslanir.
Sérstakar búðir (Drogerie) selja snyrtivörur, hreinlætisvörur og ólyfseðilsskyld lyf:
DM og Rossmann.
Matarmarkaðir eru víðsvegar um borgina á opnum svæðum.