Í ferðinni er farið yfir stórbrotna sögu aðskilnaðar Berlínar í austur- og vesturhluta á árunum 1961 til 1989. 

 

 

 

„Múrtúrinn hjá Berlínum er afar áhugaverður og maður nær að tengja sögulegar staðreyndir. Framsetningin er skemmtileg og lífleg og ég myndi hiklaust mæla með ferðinni við þá sem hafa áhuga á að kynna sér merka sögu Berlínar.“

H. Harpa Helgadóttir, gestur í Múrtúr í september 2014

 

Í Múrtúr er gengið meðfram rústum Berlínarmúrsins og fjallað um aðdragandann að skiptingu Þýskalands, hversdaginn í Austurþýskalandi, eftirlitsríkið og hvað varð til þess að múrinn féll.

Berlínur hafa kafað djúpt í söguna og fengið flótta- og reynslusögur upp úr vinum og vandamönnum. Leiðsögnin einkennist því af raunverulegum aðstæðum og endurspeglar hversu átakanlegar aðstæður einkenndu líf allt of margra.  

Öll framsetning er skýr og ferðin hentar því bæði lærðum og leiknum; þeir sem þekkja nú þegar vel til sögunnar fræðast enn meir og þeir sem eiga eftir að kynnast sögunni sem er í senn átakanleg og fræðandi. Berlínur hvetja því alla til að fara með í ferðina og kynnast þessum ótrúlega raunveruleika sem átti sér stað fyrir ekki svo löngu síðan.

Lengd: 3 til 4 klukkustundir.
Verð: 45 € á mann.
Börn yngri en 14 ára: 22,50 €.

 

Berlinur_mur_3