Hvað gera Berlínur?

Berlínur bjóða upp á leiðsögn á Íslensku um Berlín. Boðið er upp á yfirlitsferðir um margbrotna sögu Berlínar sem og sérhæfðari ferðir um sérstök tímabil í sögu borgarinnar. Berlínur sjá einnig um að skipuleggja endurmenntunarferðir, skemmtiferðir og allt þar á milli. 

Hverjar eru Berlínur?

Margrét Rós Harðardóttir og Katrín Árnadóttir stofnuðu leiðsögufyrirtækið Berlínur árið 2014. Anna Þorbjörg Jónasdóttir kom inn í fyrirtækið 2016 sem eigandi og er það nú rekið af þeim Margréti Rós. Saman sjá þær um að búa til ferðir, útbúa dagskrár til handa hópum og sjá um samskipti við viðskiptavini.


Smám saman hefur Berlínuhópurinn stækkað í samræmi við aukin umsvif fyrirtækisins. 

berlinur-margret1

Margrét Rós Harðardóttir, fæddist 1979 í Vestmannaeyjum. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2003 og frá Hochschule für Künste í Bremen 2008. Margrét Rós hefur áralanga reynslu af því að vinna með börnum og fullorðnum. Einstakur áhugi hennar á mat og þekking hennar á þýskri menningu sem og brennandi áhugi hennar á að koma vitneskju sinni á framfæri gerir hana að lifandi, faglegum og skemmtilegum fararstjóra.

Anna

Anna Þorbjörg Jónasdóttir, er fædd 1979 á Akureyri og uppalin á Brekkunni. Eftir Menntaskóla lá leiðin til Danmerkur en síðan aftur til Íslands þar sem hún lauk BA prófi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands 2004. Árið 2006 lauk hún meistaragráðu í alþjóðastjórnmálum við Uppsala háskóla í Svíþjóð. Eftir það bjó hún í Reykjavík og starfaði hjá Reykjavíkurborg þar til hún fluttist til Berlínar árið 2010. Þar hefur hún búið síðan fyrir utan árin 2021-2022 þegar hún dvaldi aftur í sínum gamla heimabæ Akureyri þar sem hún starfaði sem fréttamaður RÚV á Norðurlandi

Johannes

Jóhannes Erlingsson, er fæddur árið 1984 og kemur frá Eyrarbakka. Árið 2014 fluttist hann til Berlínar til þessa að læra Sound Engeneering & Music Pruduction. Árið 2016 lauk hann Dioploma námi hjá SAE Institute, 2019 lauk hann Bachelor námi hjá Catalyst Music (áður dBS Music Berlin) og 2021 lauk hann Masters námi, einnig hjá Catalyst Music. Jóhannes hefur verið Berlína síðan 2018.

berlinur-hinrik

Hinrik Þór Svavarsson
Eftir margra ára reglubundnar heimsóknir til borgarinnar flutti hann loksins búferlum til Berlínar árið 2015, borgarinnar sem hann hafði heillast svo að. Hinrik hefur marga fjöruna sopið í lífinu og unnið við allt á milli himins og jarðar, allt frá uppskipun til pylsusölu í Bæjarins bestu, til leikstjórnar í leikhúsi. Hinrik er útskrifaður sviðshöfundur frá leiklistardeild LHÍ. Hann gekk til liðs við Berlínur vorið 2016 og er því einn reynslumesti fararstjóri Berlína. 
Hinrik myndi segja að hans uppáhaldssaga í borginni sé saga skiptingar Þýskalands í austur og vestur.

Arny

Árný Fjóla Ásmundsdóttir
Sveitastúlka frá Skeiðum fædd 1991. Fluttist til Berlínar 2014 í leit að fjölbreyttari menningu og listsköpun.  Hún flutti með manni sínum Daða Frey og hefur síðan þá eignast tvær dætur sem báðar er fæddar í Berlín. Fjölskyldu og listalíf  einkennir daglegt amstur Árnýjar en hún hefur einnig brennandi áhuga á mannfræði og náttúru sem kristallast í þeirri grænu fjölmenningarborg sem Berlín er. 

Sylvia

Sylvía Hlynsdóttir
Eftir að lifa og hrærast í tónlist á uppvaxtarárum sínum á Akranesi, flutti Sylvía til Reykjavíkur og hóf nám í Háskóla Íslands og Tónlistarskóla FÍH. Þaðan lá svo leiðin í tónleikaferðalag um heiminn sem trompetleikari fyrir Björk Guðmundsdóttur í tæp tvö ár. Á Íslandi vann hún meðal annars í Borgarleikhúsinu í sýningu Ragnars Kjartanssonar „Milljarðamærin snýr aftur“, þar sem hún spilaði á ýmis hljóðfæri og lék á sviði.

Þaðan lá leiðin til Amsterdam í frekara tónlistarnám við Conservatorium van Amsterdam þar sem hún bjó í níu ár.

Þegar Sylvía var í þann mund að flytja til Íslands kynntist hún bráðmyndarlegum Kólumbískum manni sem heillaði hana uppúr salsa-skónum og giftu þau sig hálfu ári síðar, fluttu til Berlínar og búa núna í Prenzlauerberg ásamt hundinum Glóa.

Fyrir utan störf sín fyrir Berlínur stundar Sylvía fjarnám við Háskólann á Bifröst í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Námið á vel við hana, enda mikil áhugakona um stjórnmál, sögu og menningu. 

villi-vetur_2

Vilhjálmur Skúli Vilhjálmsson / Villi 
Fæddur 1992 í Reykjavík og elst þar upp.  Árið 2016 fluttist hann til berlínar að læra Sound Engeneering & Music Pruduction. 2019 lauk hann Bachelor námi hjá SAE Institute.

Vilhjálmur er einnig tónlistarmaður og spilar á nánast hvaða hljóðfæri sem hann fær í hendurnar, þó aðalega píanó, gítar og synthesizera (Svuntuþeysara) ;)

Hann lætur sig ekki vanta á skógazer, harðkjarna rokk og framúrstefnu jazz tónleika í bænum.
Villi hefur verið að starfa við kvikmyndahljóð, á og úr setti við bíómyndir og auglýsingar síðan að námi loknu. Hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á sögu þar sem áhugi hans kviknaði á fornri sögu Grikkja og Egypta á yngri árum inn í sögu Rómarveldis í seinni tíð og loks þýskri sögu.

Kristjana

Kristjana Helgadóttir, er fædd 1972 og er flautuleikari í nútímatónlistarhópnum sínum Adapter sem frá stofnun 2004 hefur haft aðsetur í Berlín. Hún lærði flautuleik í Mosfellsbæ þar sem hún bjó frá 10 ára aldri, svo í Reykjavík og framhaldsnámið var tekið í Amsterdam. Kristjana nýtur þess að lifa og starfa við það sem henni finnst skemmtilegt í heimsborginni Berlín.Berlínur Íslensk Leiðsögn

Berlinur, 2022 © All rights reserved.
Designed by Erlis Zarishta, MOR Design

Berlínur Íslensk Leiðsögn

Berlinur, 2022 © All rights reserved.
Designed by Erlis Zarishta, MOR Design