tiago-aleixo-1GpHwkQkrT0-unsplash

Skipulag á heildarferðum

Berlín er stór og fjölbreytt borg sem hefur upp á endalausa möguleika að bjóða. Það getur því stundum verið yfirþyrmandi að skipuleggja góða ferð. Berlínur hafa með þekkingu sinni og reynslu á borginni, tök á að setja saman ógleymanlega ferð til Berlínar fyrir stærri og smærri hópa.  

pablo-hermoso-thl7_L90xg0-unsplash

Við útbúum dagskrá með því sem gera á í borginni þá daga sem stoppað er. Í samráði við hópinn hve mikil dagskráin á að vera og hvar áhugasvið og matarsmekkur liggur.  Berlínur sjá svo um að finna staði og panta fyrir hópinn. Eins geta Berlínur fylgt hópnum á þessa staði sé þess óskað.

Við getum t.d. skipulagt:

  • Rútur til og frá flugvelli.
  • Veitingastaði til að borða á.
  • Viðburði eins og t.d. tónleika eða sýningar.
  • Heimsókn á söfn.
  • Dagsferðir rétt út úr Berlín.
  • Skoðunarferðir.

 Umfang fer allt eftir óskum hópsins.

Berlínur Íslensk Leiðsögn

Berlinur, 2022 © All rights reserved.
Designed by Erlis Zarishta, MOR Design