HVAÐ GERA BERLÍNUR?

Berlínur bjóða upp á leiðsögn á íslensku um Berlín. Hvort heldur sem það er Hjólreiðarferðin sem tekur gesti þvert í gegnum borgina og gefur um leið góða yfirsýn eða Múltíkúltí Kreuzberg þar sem farið er dýpra í samtímasögu fjölmenningarborgarinnar Berlínar.

HVERJAR ERU BERLÍNUR?

Margrét Rós Harðardóttir og Katrín Árndóttir stofnuðu leiðsögufyrirtækið Berlínur árið 2014. Á vormánuðum 2016 kom Anna Þorbjörg Jónasdóttir inn í fyrirtækið sem eigandi og saman sjá þær um að búa til ferðir, útbúa dagskrár til handa hópum, samskipti við viðskiptavini og fjölmiðla auk þess sem þær skrifa reglulega bloggpistla og greinar í dagblöð og tímarit.

Berlínur eru sífellt að stækka og 2015 bættist Erla María Lárusdóttir í starfsmannahópinn. 2016 bættust svo Hlín, Hinrik og Gígja í hóp Berlína. Öll starfa þau jafnt Margréti Rós og Önnu sem leiðsögufólk. 

berlinur-margret1

Margrét Rós Harðardóttir, fæddist 1979 í Vestmannaeyjum. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2003 og frá Hochschule für Künste í Bremen 2008. Margrét Rós hefur áralanga reynslu af því að vinna með börnum og fullorðnum. Einstakur áhugi hennar á mat og þekking hennar á þýskri menningu sem og brennandi áhugi hennar á að koma vitneskju sinni á framfæri gerir hana að lifandi, faglegum og skemmtilegum fararstjóra.

berlinur-erla

Erla María Lárusdóttir, er fædd 1980 og uppalin á Skagaströnd. Hún útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og stundaði síðan nám við félagsráðgjöf í Háskóla Íslands.

Erla María er nú nemandi í innanhússhönnun við BAU International háskólann í Berlín. 

berlinur-hinrik

Hinrik Þór Svavarsson fæddist 1978 í Vesturbænum. Hann ólst að mestu leyti upp í Garðabæ og nældi sér í  BA gráðu af sviðhöfundabraut leiklistardeildar Listaháskóla Ísland vorið 2013. Hann hefur síðan unnið við leiksýningar bæði á Íslandi og í Sviss. Samband hans við Berlín spannar meira og minna alla 21. öldina og hefur hann séð Berlín taka gríðarlegum breytingum fram á þennan dag

berlinur-hlin

Hlín Ólafsdóttir fæddist 1989 í Vestmannaeyjum. Hún fluttist snemma til Reykjavíkur þar sem hún útskrifaðist frá Háskóla Íslands með BA gráður í ritlist og japönsku. Hún hefur fjölbreyttan bakgrunn og stundaði m.a. nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og Hússtjórnarskólann í Reykjavík. Hlín hefur áralanga reynslu af tónlistarkennslu en nú leggur hún stund á myndlistarnám við Weißensee Kunsthochschule í Berlín.

Instagramið okkar

instagram-image
instagram-image
instagram-image

SÍÐUR

Blogg
Ferðir
Gagnlegt
Hafa samband
Geim
Impressum
Um okkur

SÍÐUSTU FÆRSLUR

Computer Spiele Museum
Fjall Djöfulsins – Teufelsberg
Safnaborgin Berlín
Matar- og skranmarkaðir í Berlín
Garðahangs

Berlínur Íslensk Leiðsögn

Instagram, Facebook, Linkedin

Berlinur, 2022 © All rights reserved.
Designed by Erlis Zarishta, MOR Design