berlinur_hjola-31-2

Hjólreiðaferð

Í þessari 3 til 4 klukkustunda ferð förum við þvert í gegnum borgina og sjáum helstu kennileiti borgarinnar af hjóli.

Lengd:

3 til 4 klukkustundir

Verð:

50 € á mann (að viðbættum kostnaði við leigu á hjóli, sirka 10-16 €).
Börn yngri en 14 ára: 25 € (að viðbættum kostnaði við leigu á hjóli).

„Okkur langar að þakka ykkur kærlega fyrir ferðirnar með ykkur, við höfum ekki talað um annað en hvað þessar ferðir voru skemmtilegar og fróðlegar, við sáum mest eftir því að hafa ekki farið í Múrtúrinn líka, en hann verður bara tekinn næst!“

Amalía Berndsen,
gestur í sælkeraferð og hjólreiðarferð 

Kreuzberg

Í hjólreiðarferðinni er hjólað þvert í gegnum borgina. Þar sem Berlín er mjög stór að flatarmáli getur verið erfitt að fá yfirsýn yfir borgina en í hjólreiðarferðinni gefst þó tækifæri til að átta sig aðeins á hverfunum, helstu kennileitunum eins og Brandenburgarhliðinu, þinghúsinu eða minnismerkinu um helför Gyðinga. Að ógleymdri þeirri dásemd sem það að hjóla í gegnum Tiergarten, græna lunga Berlínar og helsta útisvæði vestur Berlínar á tímum skiptingar borgarinnar.


Other Tours

Berlínur Íslensk Leiðsögn

Berlinur, 2022 © All rights reserved.
Designed by Erlis Zarishta, MOR Design