michael-fousert-l1Kku7W1EdY-unsplash

Þriðjaríkisferð

Í Þriðjaríkisferð er fjallað um sögu Þýskalands á tímum nasista og seinni heimstyrjaldarinnar. Flestir velta því fyrir sér hvernig það gat gerst að Þýskaland leyfði nasisma að skjóta svo öflugum rótum eins og raun bar vitni og í ferðinni er reynt að bregða ljósi á andrúmsloftið sem ríkti á áratugunum fyrir valdatöku nasista.  Farið er yfir stóran hluta sögu nasista Þýskalands og fjallað um uppgangssögu nasistaflokksins, uppbyggingu öryggissveita flokksins, líf hinna almennu borgara, andspyrnuhreyfinga og síðast en ekki síst sögu þeirra milljóna sem myrtar voru af nasistum með skipulögðum hætti. 

Lengd:

3 til 4 klukkustundir.

Verð:

50 € á mann.
Börn yngri en 14 ára: 25 €.

berlinur_drittes_06
49998043847_9d3af88214_k

Ferðin er farin fótgangandi en á mörgum stöðum er hægt að tylla sér niður svo ferðin ætti að henta öllum í hvaða formi svo sem þeir eru. Farið er skipulega yfir hvern málaflokk fyrir sig og hentar ferðin bæði lærðum og leiknum. Margir þekkja þessa sögu vel en óhætt að segja að allir geti lært eitthvað nýtt. Það er á fáum stöðum betra að fara í þriðjaríkisferð en einmitt í Berlín sem spilaði einna stærsta rullu í síðari heimstyrjöldinni og endalokum hennar. Í Berlín er sagan á hverju götuhorni.

Other Tours

Berlínur Íslensk Leiðsögn

Berlinur, 2022 © All rights reserved.
Designed by Erlis Zarishta, MOR Design